Veftré Print page English

Forsætisráðherra Grænlands


Forseti ræðir við forsætisráðherra Grænlands, Kuupik Kleist, um samvinnu landanna á fjölmörgum sviðum, áhuga íslenskra fyrirtækja á tækifærum í Grænlandi, hugsanlegt samstarf við nýtingu vatnsorku, heilbrigðisþjónustu, auknar flugsamgöngur, meðal annars í krafti góðrar reynslu af íslenskum fyrirtækjum í Grænlandi. Þá var einnig fjallað um vaxandi samvinnu á Norðurslóðum og tengsl við vísindasamfélög í öðrum heimshlutum varðandi rannsóknir á jöklum og náttúru Norðurslóða. Mynd.