Sendiherra Finnlands
Forseti á fund með nýjum sendiherra Finnlands á Íslands, frú Irma Kyllikki Ertman, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um vaxandi samvinnu þjóðanna á undanförnum árum og áratugum, mikilvægi norrænnar samvinnu og aukna áherslu á málefni Norðurslóða. Auk þess var fjallað um þátttöku Finna í íslensku tónlistarlífi og mikilvægi þess að efla samskipti á sviði menningar og lista. Þá tók forseti af þessu tilefni á móti ýmsum Íslendingum sem hafa haft margvísleg tengsl við Finnland.