Forseti Íslands
The President of Iceland
Viðtal við náttúrutímarit
Forseti ræðir við blaðakonuna Jane Qiu sem skrifar fyrir náttúrufræðitímaritið Nature. Rætt var um samvinnu íslenskra og kínverskra vísindamanna á sviði jöklarannsókna, Norðurslóða og á fleiri sviðum. Einnig hvernig öflugar rannsóknir á undanförnum áratugum hafa styrkt stoðir sjálfbærrar nýtingar Íslendinga á auðlindum hafsins sem og nýtingu á hreinni orku. Einnig var fjallað um góðan árangur funda vísindamanna frá Himalajasvæðinu, Íslandi, Evrópu og Bandaríkjunum, er verið hafa á Íslandi undanfarið, sem og tengingu þeirra við vísindasamfélagið á Norðurslóðum.
Letur: |
| |