Veftré Print page English

Fyrirlestur Lonnie Thompson


Forseti flytur stutt ávarp í Hátíðasal Háskóla Íslands áður en hinn heimskunni jöklafræðingur Lonnie Thompson flytur fyrirlestur sinn um loftslagsbreytingar, veruleika og viðbrögð. Fyrirlesturinn var fluttur í boði forseta og Háskóla Íslands sem liður í fyrirlestraröðinni "Nýir tímar" sem forseti stofnaði til fyrir fáeinum árum. Lonnie Thompson er heimskunnur fyrir vísindastörf sín, ekki síst fyrir rannsóknir á borkjörnum úr jöklum heitra landa. Hann hefur farið í tugi rannsóknarleiðangra til Kína og Himalajasvæðisins sem og Suðurskautslandsins. Thompson er staddur á Íslandi í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu um rannsóknir á jöklum og náttúrufari Himalajasvæðisins.