Veftré Print page English

Rannsóknarþing Norðursins


Forseti flytur ávarp við setningu Rannsóknarþings Norðursins (NRF) sem haldið er í Hveragerði en það sækir fjöldi vísindamanna, sérfræðinga og áhrifafólks frá ríkjum Norðurslóða ásamt sérfræðingum í bráðnun jökla á Himalajasvæðinu sem sótt hafa rannsóknaráðstefnuna Third Pole Environment sem haldin var á Íslandi í nýliðinni viku. Fyrsta Rannsóknarþing Norðursins var haldið á Akureyri og Bessastöðum árið 2000. Svo hafa þingin verið haldin í Rússlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Svíþjóð og Finnlandi. Þema þingsins nú er ”Our Ice-dependent World” og beinist athyglin einkum að áhrifum bráðnunar íss og jökla á mannlíf og náttúru á Norðurslóðum og víða um heimsbyggðina.  Þetta er í fyrsta sinn sem öflugar sveitir vísindamanna og sérfræðinga frá Norðurslóðum og Himalajasvæðinu bera saman bækur sínar. Ávarp forseta.