Veftré Print page English

Financial Times


Forseti ræðir við blaðamann Financial Times, Andrew Ward, um samskipti Íslands við Indland og Kína, vaxandi samvinnu á ýmsum sviðum, svo sem nýtingu hreinnar orku, vísindarannsóknir og málefni Norðurslóða og Himalajasvæðisins. Grundvöllur að aukinni samvinnu við Kína var lagður í opinberri heimsókn Jiang Zemin 2002 og forseti Íslands hefur á undanförnum árum átt fjölda funda með helstu leiðtogum Kína þar sem samvinnuverkefni á ýmsum sviðum hafa verið á dagskrá. Kínversk stjórnvöld sýndu Íslandi líka mikla vinsemd í kjölfar bankakreppunnar eins og gjaldeyrisskiptasamningur Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Kína ber vott um.