Veftré Print page English

Sendiherra Serbíu


Forseti á fund með nýjum sendiherra Serbíu, hr. Milan Simurdi, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um framlag fyrrum Júgóslavíu fyrir um fimmtíu árum til raforkuvæðingar á Íslandi en júgóslavnesk fyrirtæki áttu mikinn þátt í byggingu vatnsaflsvirkjana þá. Nú gæti Ísland hins vegar á sviði jarðvarma aðstoðað Serbíu við að nýta þá auðlind en íslensk verkfræðifyrirtæki og orkufyrirtæki hafa komið að ýmsum verkefnum á því sviði í Mið-Evrópu. Einnig var fjallað um jákvæða þróun í Serbíu með tilliti til samskipta við Evrópusambandið og aðrar alþjóðastofnanir.