Veftré Print page English

Snorri plús


Forseti tekur á móti þátttakendum í Snorra plús verkefninu en það er ætlað fólki af íslenskum ættum í Bandaríkjunum og Kanada. Það heimsækir Ísland til að kynnast þjóðháttum og sögu, ná tengslum við ættingja og njóta menningar og náttúru. Verkefnið er byggt á góðri reynslu af Snorraverkefninu sem miðast við ungt fólk af íslenskum uppruna. Snorra plús verkefnið miðast hins vegar við eldra fólk af íslenskum uppruna.