Himalajasvæðið. Alþjóðleg vísindaráðstefna á Íslandi
Forseti flytur ávarp við setningu alþjóðlegrar ráðstefnu um jökla og loftslagsbreytingar á Himalajasvæðinu sem hefst á morgun í Öskju, húsi náttúruvísinda við Háskóla Íslands. Ráðstefnuna sækja vísindamenn og sérfræðingar frá Kína, Indlandi, Nepal, Pakistan og Tadsjikistan sem og frá háskólum og rannsóknarstofnunum á Íslandi, í Bandaríkjunum, Kanada og nokkrum Evrópulöndum. Hún stendur dagana 30. ágúst til 1. september og henni lýkur með vettvangsferð um jökla og gosstöðvar á Suðurlandi. Ráðstefnan er haldin í boði Háskóla Íslands og forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar.
Fréttatilkynning.
Setningarávarp forseta Íslands.