Veftré Print page English

Globus tímaritið í Króatíu


Forseti ræðir við fréttamann Globus tímaritsins í Króatíu. Það helgar sig sérstaklega alþjóðlegum málefnum. Rætt var um þróun Íslands á undanförnum áratugum, árangur sjálfstæðisbaráttunnar, útfærslu landhelginnar, nýtingu hreinnar orku og ýmislegt annað sem einkennir sérstöðu Íslands. Þá var rætt um viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Króatíu, áhrif bankahrunsins, viðbrögð Íslendinga við því og breytingar á afstöðu þjóðarinnar til Evrópusambandsins.