Veftré Print page English

Kína: Heimskautasamvinna


Forseti á fund með sendinefnd sérfræðinga frá Heimskauta- og hafrannsóknastofnunum í Kína um samvinnu við Ísland með sérstöku tilliti til rannsókna á Norðurslóðum, bæði varðandi bráðnun íss, breytingar á náttúru og samfélög. Sendinefndin kemur til Íslands í framhaldi af viðræðum sem forseti átti í Kína í fyrra og tók hún þátt í fjölmörgum vinnufundum með íslenskum vísindastofnunum og sérfræðingum. Auk þess heimsækir sendinefndin Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Háskólann á Akureyri.