Minningarathöfn í Osló
Forseti sækir í dag sunnudaginn 21. ágúst minningarathöfn norsku þjóðarinnar um þá sem létu lífið í Útey og í sprengingunni við stjórnarráðsbyggingarnar. Athöfnin verður í Oslo Spektrum miðstöðinni í Osló og hefst klukkan 15:00 að norskum tíma. Hana sækja þjóðhöfðingjar Noregs, Íslands og Finnlands og ríkisarfar Danmerkur og Svíþjóðar auk annarra norrænna og norskra ráðamanna.
Fréttatilkynning.