Veftré Print page English

Menningarnótt. Systurborgin Seattle


Forseti tekur á móti sendinefnd frá Seattle, systurborg Reykjavíkur sem tekur þátt í Menningarnótt, og fulltrúum frá systraborgarsamtökunum í Reykjavík og sendiráði Bandaríkjanna. Með í hópnum voru fulltrúar Quileute indíána en þeir kappkosta að viðhalda lífsháttum og menningu frumbyggja á Seattlesvæðinu. Samskipti Reykjavíkur og Seattle hafa vaxið á undanförnum árum, tengsl milli háskóla hafa dafnað og þá hefur ferðamönnum þaðan fjölgað.