Veftré Print page English

Kínverska vísindaakademían


Forseti ræðir við sendinefnd frá Kínversku vísindaakademíunni sem heimsótt hefur Ísland til undirbúnings alþjóðlegri vísindaráðstefnu sem haldin verður hér í næsta mánuði. Viðfangsefni hennar verður að fjalla um áhrif loftslagsbreytinga á jökla í Himalajafjöllum, gróðurfar og vatnsbúskap. Þátttakendur verða vísindamenn frá löndum Himalajasvæðisins, Evrópu og Bandaríkjunum. Ráðstefnan verður í boði Háskóla Íslands og forsetaembættisins.