Veftré Print page English

Ríkisháskólinn í Ohio


Forseti ræðir við rektor Ríkisháskólans í Ohio (Ohio State University) sem heimsækir Ísland ásamt hópi forystumanna háskólans. Ríkisháskólinn hefur áhuga á auknu samstarfi við íslenska háskóla og vísindasamfélag, m.a. á sviði orkumála, landgræðslu, landbúnaðar og loftslagsrannsókna. Sendinefndin kom til Íslands í framhaldi af heimsókn forseta til Ríkisháskólans fyrir rúmu ári. Gerðir hafa verið samningar um samvinnu við íslenska háskóla og tóku rektorar Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri ásamt öðrum þátt í viðræðum forseta við rektor og forystumenn Ríkisháskólans.