Veftré Print page English

Orðuveiting. Móttaka fyrir sendiherra


Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson mun í dag, fimmtudaginn 16. júní, sæma nokkra Íslendinga hinni íslensku fálkaorðu. Athöfnin hefst kl. 15:00. Fjölmiðlum er heimil myndataka við lok athafnarinnar þegar orðuhafar hafa tekið við orðunni. Áætluð myndataka yrði því um kl. 15:20.

Einnig munu forsetahjónin taka á móti erlendum sendiherrum sem staddir eru hér á landi í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Móttakan hefst kl. 17:00. Ljósmyndurum er frjálst að vera við upphaf hennar.

Vegna hátíðarhalda 17. júní á Austurvelli og á Hrafnseyri eru fyrrgreindir atburðir í dag 16. júní.

Ljósmyndurum er góðfúslega bent á að um hátíðlegar athafnir er að ræða og taka tillit til þess í klæðaburði.