Veftré Print page English

Hátíðarhöld á Ítalíu


Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og forsetafrú Dorrit Moussaieff verða í dag, fimmtudaginn 2. júní, viðstödd hátíðarhöld í Róm í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá sameiningu Ítalíu í eitt ríki. Forseti Ítalíu Giorgio Napolitano bauð forseta Íslands að sækja hátíðarhöldin og verða fjölmargir aðrir þjóðhöfðingjar og forystumenn ríkja í Evrópu og öðrum heimshlutum viðstaddir.

Hátíðarhöldunum, sem hófust í morgun með hersýningu á Via dei Fori Imperiali, lýkur svo í kvöld með hátíðarkvöldverði í Quirinale höllinni.