Veftré Print page English

Kirkjubæjarklaustur. Grímsvatnagosið


Forseti heimsækir miðstöð Almannavarna og hjálparstarfs á Kirkjubæjarklaustri og kynnir sér samhæfingu aðgerða en fulltrúar lögreglu, Landsbjargar, heimamanna og heilbrigðisþjónustu hafa starfað ötullega saman frá því gosið hófst. Þá kynnti forseti sér störf slökkviliða sem komið hafa víða að til þess að ryðja ösku af þökum og hreinsa til. Einnig ræddi forseti við fulltrúa sveitarstjórnar og heimsótti bændur sem glímt hafa við afleiðingar gossins.