Veftré Print page English

BBC World Service


Forseti ræðir við stjórnanda aðalfréttaþáttar heimsútvarpsstöðvarinnar BBC World Service um gosið í Grímsvötnum, þróun þess í dag og horfurnar á næstunni, áhrifin á íbúana og flugsamgöngur bæði á Íslandi og í Evrópu. Einnig var fjallað um ferðaþjónustuna á Íslandi en síðasta ár hefði verið metár þrátt fyrir gosið í Eyjafjallajökli og væntanlega yrðu aðeins tímabundin áhrif af gosinu í Grímsvötnum.