Veftré Print page English

BBC4 og BBC World News


Forseti ræðir við fréttamann í hádegisþætti bresku útvarpsstöðvarinnar BBC4 og einnig við fréttamann alþjóðlegu sjónvarpsstöðarinnar BBC World News um eldgosið í Grímsvötnum, áhrif þess á Íslandi og á flugsamgöngur í Evrópu sem og rannsóknir vísindamanna á eldfjöllum, samstöðu íbúanna á svæðinu og starf björgunarsveita. Einnig var fjallað um samanburð á þessu gosi og því í Eyjafjallajökli í fyrra og nefnt að áhrifin á flugumferð í Evrópu verða að öllum líkindum mun minni.