Veftré Print page English

Sendiherra Brasilíu


Forseti á fund með nýjum sendiherra Brasilíu, hr. Carlos Henrique Cardim, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um aukið vægi Brasilíu í efnahagslífi heimsins eins og umfjallanir um ríkjahópinn sem kenndur er við BRIC (Brasilía, Rússland, Indland og Kína) gefa til kynna. Einnig skipti þróunin á Norðurslóðum Brasilíu miklu máli sem og loftslagsbreytingar vegna bráðnunar íss. Í Brasilíu eru stundaðar rannsóknir á Suðurskautinu og nauðsynlegt er að efla tengsl þarlends fræðasamfélags við rannsóknir á Norðurslóðum. Einnig hafa stjórnvöld í Brasilíu áhuga á að kynna sér skipulag fiskveiða og nýtingu hreinnar orku á Íslandi.