Pálsbikarinn. Ásgeir Ásgeirsson
Forseti flytur ávarp á þingi Evrópska sundsambandsins og afhendir við það tækifæri Þjóðminjasafni Íslands Pálsbikarinn sem Ásgeir Ásgeirsson forseti gaf fyrir rúmum 50 árum. Bikarinn hefur í hálfa öld verið afhentur þeim sundmanni sem unnið hefur mest afrek og hafa 26 íslenskir sundmenn hlotið bikarinn á þessu tímabili. Þjóðminjavörður Margrét Hallgrímsdóttir tók við bikarnum og verður hann varðveittur í Þjóðminjasafninu. Forseti gaf fyrir tveimur árum nýjan bikar kenndan við Ásgeir Ásgeirsson sem tók við hlutverki Pálsbikarsins.
Vefsíða Sundsambands Íslands.