Veftré Print page English

Sendinefnd rússneska þingsins


Forseti á fund með sendinefnd frá rússneska þinginu, Dúmunni, en Liubov K. Sliska, varaforseti þingsins, fer fyrir henni. Rætt var um vaxandi samvinnu Íslands og Rússlands, meðal annars varðandi málefni Norðurslóða, svo sem siglingar, sjávarauðlindir, orkunýtingu og umhverfisvá. Þá var fjallað um jarðhitaverkefni í Rússlandi en þau hafa komist á dagskrá í framhaldi af heimsókn forseta Íslands til Rússlands á síðasta ári. Einnig mikilvægi þess að auka menningartengsl og gagnkvæmar heimsóknir listamanna sem og samvinnu menntastofnana og fræðasamfélags.