Veftré Print page English

Alaska. Norðurslóðir


Forseti á fund með Mead Treadwell, vararíkisstjóra Alaska, um málefni Norðurslóða og samvinnu milli Íslands og Alaska, aukið mikilvægi siglingaleiða, möguleika á nýtingu jarðhita í Alaska sem og þörf á samstarfi vísindamanna og sérfræðinga til að leggja grundvöll að farsælli stefnumótun. Mead Treadwell, sem fyrrum var formaður Norðurskautsráðs Bandaríkjanna, hefur um langt árabil verið öflugur þátttakandi í umræðum um málefni Norðurslóða og starfsemi Rannsóknarþings norðursins sem hefur höfuðstöðvar sínar hjá Háskólanum á Akureyri.