Veftré Print page English

Umferðaröryggi. Áratugur aðgerða


Forseti flytur ávarp þegar ýtt er úr vör samstarfsverkefninu Áratugur aðgerða, herferð um umferðaröryggi 2011-2020. Átakið er að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna og fer fram í öllum aðildarlöndum þeirra. Hér hafa innanríkisráðuneytið og velferðarráðuneytið ásamt fjölmörgum samstarfsaðilum sem sinna umferðaröryggismálum skipulagt fræðslu og verkefni. Markmiðið er að draga verulega úr banaslysum og alvarlegum slysum í umferðinni. Í ávarpi sínu minnti forsetinn á þann mikla árangur sem náðst hefði á undanförnum árum við að draga úr dauðaslysum á sjó en það sýndi að hægt væri að ná árangri í slíkri varnarbaráttu. Það væri mikil mannfórn fyrir litla þjóð að á þriðja hundrað Íslendinga hefðu á síðustu tíu árum látist í umferðinni.