Veftré Print page English

Sendiherra Tansaníu


Forseti á fund með nýjum sendiherra Tansaníu,  hr. Muhammed Mwinyi Mzale, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um möguleika á nýtingu jarðhita í Tansaníu en Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna hefur þjálfað sérfræðinga frá ýmsum löndum í Afríku og íslenskir sérfræðingar hafa sinnt verkefnum í þessum heimshluta. Stjórnvöld í Tansaníu hafa mikinn áhuga á að auka hlutdeild hreinnar orku í orkubúskap landsins. Einnig var fjallað um samstarf forseta á fyrri árum við Julius Nyerere þáverandi forseta Tansaníu og ýmsa forystumenn landsins í tengslum við alþjóðlegt friðar- og afvopnunarátak.