Veftré Print page English

Fundur forseta


Forseti á fund með Danilo Türk, forseta Slóveníu, þar sem rætt var um ný tækifæri í samskiptum landanna, einkum á sviði jarðhita og orkunýtingar. Einnig var fjallað um reynsluna af fjármálakreppunni, bæði á Íslandi og annars staðar í Evrópu, og nauðsyn þess að regluverk Evrópusambandsins taki mið af reynslu einstakra landa. Forseti Slóveníu lagði ríka áherslu á að í umræðum innan Evrópusambandsins gætu menn lært mikið af viðbrögðum Íslands og þeim aðgerðum sem framkvæmdar hefðu verið á undanförnum árum. Þá var og fjallað um samstarf smárra og meðalstórra ríkja í Evrópu.