Veftré Print page English

Íslensku menntaverðlaunin


Forseti skipar nýja dómnefndarmenn fyrir Íslensku menntaverðlaunin en samkvæmt reglum verðlaunanna eru dómnefndir endurnýjarðar með reglulegu millibili. Í hvora dómnefnd koma þrír nýir nefndarmenn en tveir eru fyrir. Í dómnefnd sem fjallar um kennara koma Guðrún Geirsdóttir lektor við Háskóla Íslands, Gísli Jafetsson aðstoðarframkvæmdastjóri Sambands íslenskra sparisjóða og Anita Sigurbergsdóttir leiðtogafræðingur og formaður foreldrafélags barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ.
Í dómnefnd sem fjallar um skóla og námsefni koma Lilja Jónsdóttir lektor við kennaradeild Háskóla Íslands, dr. Guðfinna S. Bjarnadóttir framkvæmdastjóri og Kári Arnórsson fv. skólastjóri Fossvogsskóla.