Veftré Print page English

Samspil efnahagslífs og stjórnmála


Forseti á fund með stjórnmálafræðingnum og hagfræðingnum prófessor Mark Blyth frá Brown háskólanum í Bandaríkjunum en hann heimsækir Ísland í boði stjórnvalda. Rætt var um nauðsyn þess að endurskoða þær kenningar og þau fræðilegu viðmið sem hafa sett meginsvip á hagfræði og efnahagslega stefnumótun á undanförnum 30 árum og tengja þá endurskoðun við umrótið sem finna má í lýðræðiskerfum víða um heim. Prófessor Blyth hefur skrifað fjölda fræðigreina og bóka um þessi efni.