Veftré Print page English

HönnunarMars. Málþing


Forseti flytur ávarp á málþingi sem haldið er við upphaf HönnunarMars. Málþingið fjallar um hlutverk hönnuða á tímum breytinga og stjórnar Guðmundur Oddur Magnússon prófessor við Listaháskóla Íslands dagskránni. Í ávarpi sínu fjallaði forseti um áhrif hönnunar til breytinga á samfélögum og mikilvægi HönnunarMars í íslensku menningarlífi og vék einnig að DLD ráðstefnunni sem forseti sótti í München í janúar. Þá fjallaði hann um áhrif náttúrunnar á verk ýmissa íslenskra hönnuða og þá þjóðfélagslegu ábyrgð sem fylgdi auknum áhrifum hönnuða. Fyrirlesarar á málþinginu eru arkitektarnir Winy Maas sem stýrir The Y Factory, rannsóknarstofu um borgir framtíðarinnar, og Ilkka Suppanen, stofnanda Studio Suppanen. Einnig voru frummælendur vöruhönnuðurinn Jerszy Seymour og Siggi Eggertsson, ungur grafískur hönnuður frá Akureyri sem vakið hefur mikla athygli á alþjóðavettvangi og starfað fyrir fjölmörg alþjóðleg fyrirtæki. Ávarp forseta (á ensku).