Veftré Print page English

Ísland. Vettvangur þróunar í upplýsingatækni


Forseti ræðir við Mark Raskino, fulltrúa markaðsrannsóknafyrirtækisins Gartner, um kosti Íslands sem þróunarvettvangs í upplýsingatækni, reynsluna á undanförnum árum og nýtingu þeirra kosta sem smæðin felur í sér. Einnig var fjallað um þátt upplýsingatækni í vexti nútíma bankakerfis og í fjármálakreppunni, bæði með tilliti til íslensku bankanna og fjármálastofnana í Ameríku og Evrópu. Loks var rætt um kosti Íslands fyrir gagnaver og hvernig upplýsingatæknin styrkir stöðu almennings, bæði til lýðræðislegrar þátttöku og mótmæla.