Veftré Print page English

Upplýsingatækniverðlaun


Forseti afhendir Upplýsingatækniverðlaun Skýrslutæknifélags Íslands fyrir árið 2011. Verðlaunin hlaut Reiknistofa bankanna fyrir margháttað framlag sitt á undanförnum áratugum. Athöfnin fór fram á UTmessunni. Forseti gerði grein fyrir þróun Reiknistofunnar og aðkomu hennar að mörgum áföngum í íslensku þjóðlífi og viðskiptalífi, m.a. hvernig Reiknistofan tryggði landsmönnum eðlilega greiðslumiðlun þrátt fyrir hamfarirnar sem gengu yfir fjármála- og efnahagslíf landsins árið 2008. Þá fjallaði forseti í stuttu ávarpi um hin víðtæku áhrif nýjunga í upplýsingatækni og það hvernig heimsmyndin væri að breyast af þessum sökum og þau tækifæri sem Íslendingar gætu nýtt sér á komandi árum. Vefur Skýrslutæknifélagsins.