Veftré Print page English

Indland-Ísland. Viðskiptaráðstefna


Forseti flytur ávarp á ráðstefnu um viðskiptasamvinnu milli Indlands og Ísland. Þar fluttu erindi Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, sendiherra Indlands á Íslandi S. Swaminathan og forystumenn úr indversku og íslensku atvinnulífi. Forseti lagði áherslu á hve fjölþætt tækifæri byðust á þessu sviði, bæði í ljósi góðrar reynslu íslenskra fyrirtækja sem starfað hafa með indverskum aðilum og þeirra breytinga sem eru orðnar á hagkerfi heimsins. Þar mætti nefna upplýsingatækni, orkunýtingu, lyfjaframleiðslu, ferðaþjónustu og aðrar greinar. Ísland væri líka kjörinn samstarfsaðili við indversk fyrirtæki og lega landsins væri mikilvæg í flutningakerfi nýrrar aldar, bæði á sjó og í lofti.