Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna
Forseti heimsækir Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna í boði dr. Jacques Diouf, framkvæmdastjóra hennar, á fund með honum sem og ýmsum forystumönnum einstakra deilda. Rætt var um hvernig nýta megi reynslu Íslendinga í sjávarútvegi, einkum upplýsingatækni, til að þróa ábyrgan sjávarútveg og hafa eftirlit með fiskveiðum víða um heim. Einnig var fjallað um nýtingu jarðhita í matvælaframleiðslu, bæði gróðurhúsaræktun og þurrkun matvæla sem og hvernig reynsla og tæknikunnátta Íslendinga á því sviði gæti nýst þjóðum í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Þá snæddi forseti hádegisverð í boði forstjóra stofnunarinnar.
Myndir frá heimsókn forseta til FAO.