Veftré Print page English

Kaþólska kirkjan. För í Páfagarð


Forseti á fund með biskupi kaþólskra á Íslandi, herra Peter Bürcher, séra Jakobi Rolland og Gunnari Erni Ólafssyni formanni Félags kaþólskra leikmanna. Rætt var um væntanlega för forseta í Páfagarð, afhendingu styttunnar af Guðríði Þorbjarnardóttur, vöxt kaþólska safnaðarins á Íslandi og helstu viðfangsefni kirkjustarfsins. Einnig var rætt var um rannsóknir á sögu kaþólskrar trúar á Íslandi og samvinnu íslenskra rannsóknarstofnana við Háskóla heilags Tómasar í Vatíkaninu.