Veftré Print page English

IceMUN


Forseti tekur á móti þátttakendum í IceMUN verkefninu þar sem námsmenn við háskóla gegna hlutverkum ríkja sem sitja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og glíma við úrlausn alþjóðlegra vandamála. Forseti ræddi áhrif nýrrar upplýsingatækni á samskipti ríkja, hefðbundnar venjur í starfi alþjóðastofnana svo og nýja stöðu leiðtoga, bæði ríkja og stofnana. Atburðirnir í Miðausturlöndum og þróun nýrrar upplýsingatækni sýna að áhrifamáttur fólksins er orðinn afgerandi hreyfiafl á alþjóðavettvangi.