Veftré Print page English

Heimsráðstefna golfvallarstjóra


Forseti flytur ávarp við setningu heimsráðstefnu golfvallarstjóra sem samtökin Federation of European Golf Greenkeeper Association halda á Íslandi. Þar eru saman komnir stjórnendur golfíþróttarinnar víða að úr veröldinni, einkum frá Evrópu. Í ávarpi sínu lýsti forseti hvernig íslensk náttúra, samspil hafs, hrauns, dala og fjarða, skapaði einstæðar aðstæður fyrir golfvelli eins og sjá mætti hringinn í kringum landið. Einnig væri golfíþróttin á Íslandi meiri almenningsíþrótt en víða annars staðar. Hvatti hann til þess að skipulagðar yrðu ferðir erlendra golfáhugamanna til Íslands þar sem þeir gætu leikð á fjölmörgum gerólíkum golfvöllum.