Veftré Print page English

Íslenski þekkingardagurinn


Forseti flytur ávarp og afhendir verðlaun í lok Íslenska þekkingardagsins. Þrjú fyrirtæki voru tilnefnd til þekkingarverðlaunanna: Icelandair, sem hlaut verðlaunin, sem og Rio Tinto Alcan og Samherji. Þá afhenti forseti einnig viðskiptafræðingi ársins verðlaun en valinn var Birkir Hólm Guðnason framkvæmdastjóri Icelandair. Í ávarpi sínu áréttaði forseti nauðsyn þess að haldið yrði á lofti þeim góða árangri sem væri að nást víða í íslensku atvinnulífi eins og þessi þrjú fyrirtæki sýndu. Varasamt væri að vera aðeins með eina sögu í umræðunni, sögu erfiðleika og afturfarar, þegar ljóst væri að á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins væri að nást til muna betri árangur en áður. Hvatti hann samtök atvinnulífsins til að halda á lofti hinum fjölmörgu árangurssögum því mikilvægt væri að unga kynslóðin í landinu fengi slík skilaboð.