Veftré Print page English

Sendiherra Suður-Kóreu


Forseti á fund með nýjum sendiherra Suður-Kóreu, hr. Byong-hyun Lee, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um farsæl viðskiptatengsl landanna, vaxandi áhuga í Suður-Kóreu á samstarfi í orkumálum og væntanlega heimsókn viðskiptasendinefndar til Íslands. Einnig var fjallað um erfiðleika í sambúð Suður- og Norður-Kóreu og það að á næsta ári verður hálf öld liðin frá því Ísland og Suður-Kórea tóku upp stjórnmálasamband.