Veftré Print page English

Framtíðarskipan Norðurslóða


Forseti ræðir við Bob Correll, heimskautafræðing og forystumann starfshóps um stjórnunarhætti á Norðurslóðum, Arctic Governance Project, Þorstein Gunnarsson, sérfræðing hjá Rannsóknamiðstöð Íslands, og Hallgrím Jónasson, forstöðumann Rannís. Fjallað var um aukið mikilvægi Norðurslóða, sess þeirra í stjórnkerfi Bandaríkjanna og annarra landa Norðurskautsráðsins, tillögur forystumanna Rússlands sem og nauðsyn víðtækra vísindalegra rannsókna og samstarfs sérfræðinga og háskólastofnana.