Veftré Print page English

Auðlindir hafsins


Forseti er meðal málshefjenda í tveimur málstofum um auðlindir hafsins á Alþjóða efnahagsþinginu, World Economic Forum, sem haldið er í Davos. Fjallað var um nauðsyn aukinna rannsókna á lífríki hafsins, nýtingu upplýsingatækni til að festa í sessi sjálfbærar fiskveiðar og nauðsyn þess að allar þjóðir axli ábyrgð á verndun hafsins. Fjölmargir þátttakendur vísuðu til reynslu Íslendinga og hvernig upplýsingatækni hefur orðið grundvöllur að skipulagningu veiða sem byggðar eru á vísindalegri ráðgjöf. Mynd.