Nýir straumar
Forseti flytur ræðu í hátíðarkvöldverði á alþjóðaþingi um nýja strauma í
tækni, menningu og þjóðfélagsháttum sem haldið er í München.
Alþjóðaþingið sækir fjöldi forystumanna í upplýsingatækni, fjölmiðlun,
hönnun, listum, menningu, viðskiptum og fleiri greinum sem eru að móta
samfélög okkar á nýjan hátt, m.a. aðalstjórnendur frá Facebook, Google
og fleiri fyrirtækjum sem áhrif hafa á heimsvísu. Þá eru þar einnig
fulltrúar frá fjölmörgum fjölmiðlafyrirtækjum sem og listamenn og
rithöfundar á borð við Paulo Coelho.
Fjallað er um nýsköpun, upplýsingatækni, vísindi, menningu og nýja markaðshætti. Þátttakendur eru frá Evrópu, Bandaríkjunum, Asíu, Mið-Austurlöndum og Suður-Ameríku. Í ræðu sinni fjallaði forseti um lærdómana sem draga má af nýfenginni reynslu Íslendinga, nýtingu hreinnar orku og á fleiri sviðum.
Ræða forseta.