Veftré Print page English

Ár skóga


Forseti tekur við fána með merki alþjóðlegs árs skóga og lýsir yfir að ár skóga er gengið í garð á Íslandi. Forystusveit skógræktarmanna afhendir forseta fánann og táknræna gripi úr íslenskum viði. Að athöfn lokinni fóru fram viðræður um árangur í skógrækt og ýmis verkefni sem blasa við á nýju ári. Alþjóðlegt ár skóga 2011 er haldið vegna hvatningar Sameinuðu þjóðanna.

Alþjóðlegt ár skóga 2011 er haldið vegna hvatningar Sameinuðu þjóðanna til aðildarríkja sinna, m.a. um "að samstillt átak þurfi til að auka vitund á öllum sviðum til að styrkja sjálfbæra umhirðu, vernd og þróun allra skógargerða til hagsbóta fyrir núlifandi og óbornar kynslóðir."

Merki ársins er hannað um þemað "Þetta gerir skógurinn fyrir þig" og það sýnir að skógar hafa svo margháttað gildi að við þurfum að beita 360-gráðu sjónarhorni: Allir skógar, ræktaðir og óræktaðir, veita skjól og eru mikilvæg búsvæði fjölmargra lífvera. Í skógum er uppspretta matar og þeir varðveita gæði ferskvatns; eru mikilvægir fyrir jarðvegsvernd, og gegna mikilvægu hlutverki í að viðhalda stöðugu hnattrænu loftslagi og jafnvægi í umhverfinu. Úr skógum fáum við vistvænt byggingarefni og efnivið í margskonar hönnun og nýsköpun. Þessir þættir og miklu fleiri opinbera "að skógar eru ómissandi fyrir vellíðan og velferð fólks alls staðar í heiminum."