Veftré Print page English

Dómnefnd Zayed verðlaunanna


Forseti situr fund í dómnefnd Zayed orkuverðlaunanna en þau eru veigamestu orkuverðlaun sem veitt eru í veröldinni og verða afhent á heimsþingi um orkumál sem haldið verður í Abu Dhabi í janúar. Mörg hundruð einstaklingar, stofnanir, fyrirtæki og samtök hafa verið tilnefnd til verðlaunanna, bæði frá Norður-Ameríku, Evrópu, Asíu, Mið-Austurlöndum og víðar að. Verðlaunin eru þrískipt og eru kennd við fyrrum þjóðarleiðtoga Abu Dhabi, Sheikh Zayed bin Sultan al Nahyan, sem lagði grundvöllinn að þeirri stefnu um sjálfbæra þróun sem verið hefur leiðarljós þjóðarinnar.