Veftré Print page English

ÍSAL. Rio Tinto


Forseti á fund með Tom Albanese, forstjóra Rio Tinto, og Rannveigu Rist, forstjóra ÍSAL, um þróun áliðnaðarins, reynsluna af starfsemi á Íslandi og víða um heim, sérstaklega mikil umsvif Rio Tinto í Kína. Einnig var fjallað um vaxandi mikilvægi hreinnar orku, nauðsyn á að draga úr kolefnisnotkun vegna yfirvofandi hættu á loftslagsbreytingum, sem og þróun samvinnu á Norðurslóðum og hugsanlegar siglingar sem munu tengja Asíu við Evrópu og Ameríku á nýjan hátt. Tom Albanese hafði fyrr um daginn veitt ÍSAL sérstök verðlaun Rio Tinto fyrir árangur í öryggismálum starfsfólks.