Lífæðin. Vestfirskt menningarútvarp
Forseti flytur ávarp í upphafi útsendingar Lífæðarinnar en það er vestfirskt menningarútvarp í Bolungarvík. Útvarpsstöðin hefur sendingar 8. desember og standa þær til 8. janúar og er þetta í fimmta sinn sem stöðin starfar. Henni er ætlað að vera vettvangur fyrir umfjöllun um mannlíf, menningu, atvinnulíf og önnur áhugamál Vestfirðinga. Í ávarpi sínu fjallaði forseti um breytingarnar sem orðið hafa á Vestfjörðum frá því hann ólst þar upp ungur, tækifæri Vestfirðinga meðal annars vegna aukins ferðamannastraums og nýrra samgöngumannvirkja sem og hvernig mannlífið og náttúran fyrir vestan hafa fylgt honum og öðrum alla ævi.
Ávarp forseta.