Veftré Print page English

Hvatningarverðlaun ÖBÍ


Forseti afhendir Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands á hátíðarsamkomu í Salnum í Kópavogi. Verðlaunin eru veitt einstaklingum, stofnunum, samtökum og öðrum aðilum sem aukið hafa skilning á stöðu öryrkja og bætt aðbúnað þeirra á ýmsan hátt. Forseti flutti ávarp þar sem hann fjallaði um framlag Öryrkjabandalagsins til að breikka lífssýn Íslendinga, efla velferðarsamfélagið og leggja grunn að þeim áföngum sem náðst hafa í margvíslegri réttindabaráttu.