Veftré Print page English

Félagsvísindi. 40 ár


Forseti sækir samkomu í Odda, Háskóla Íslands, í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá því kennsla í félagsvísindum hófst við skólann, en þá tók til starfa Námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum. Flutt voru stutt erindi um aðdraganda kennslunnar og upphaf og í kjölfarið fóru fram pallborðsumræður. Kennarar og fyrrum nemendur voru viðstaddir athöfnina. Forseti var meðal fyrstu kennara í þessum fræðum við skólann og fyrsti prófessorinn í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.