Forseti Íslands
The President of Iceland
Sænskir stjórnmálafræðinemar
Forseti ræðir við hóp sænskra stjórnmálafræðinema frá Uppsala Association of International Affairs en þeir heimsækja Ísland til að kynna sér stjórnkerfi landsins og viðhorf til ýmissa alþjóðamála. Forseti ræddi sögulega þróun íslenska stjórnkerfisins, sjálfstæðisbaráttuna, grundvallareinkenni íslenskrar stjórnskipunar, stöðu forsetaembættisins, samspil menningar og stjórnmála, sem og viðhorf þjóðarinnar til ýmissa mála sem efst eru á baugi.
Letur: |
| |