Veftré Print page English

Jólaþáttur færeyska sjónvarpsins


Forseti ræðir við Elís Paulsen um jólahald, bæði á æskuárum fyrir vestan og á Bessastöðum, jólasiði Íslendinga og þær venjur sem fastar eru í sessi, matarvenjur og fjölskylduvenjur. Einnig var fjallað um komur færeyskra sjómanna til Dýrafjarðar þegar forseti ólst þar upp. Þátturinn verður liður í jóladagskrá færeyska sjónvarpsins. Í lok viðtalsins flutti forseti Færeyingum jólakveðjur og þakkir fyrir góðan stuðning við Íslendinga.